Taktu þér frí – þú átt það skilið.
Það er mikilvægt að gefa sér tíma til að hvílast og endurnæra líkama og sál. Frí hjálpar til við að draga úr streitu, auka vellíðan og stuðlar að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það getur jafnframt komið í veg fyrir kulnun og aukið orku og einbeitingu í daglegu lífi.
Félagsmenn Stjórnendafélags Norðurlands vestra hafa aðgang að sumarhúsum í gegnum samstarf við önnur aðildarfélög innan STF. Í boði eru 14 bústaðir, 11 íbúðir og ein sjúkraíbúð sem hægt er að leigja allan ársins hring. Húsin eru fjölbreytt og henta jafnt til afslöppunar sem og fyrir skíðaferðir eða styttri frí.
Umsóknir fara fram á sameiginlegum vef stjórnendafélaganna – smellið hér til að sækja um.