Logo

Stjórnendafélag Norðurlands vestra

Ánægðir félagsmenn

Stjórnendafélag Norðurlands vestra er stéttarfélag fyrir þá sem eru í stjórnendastöðum í fyrirtækjum og einyrkja í sjálfstæðri atvinnustarfsemi

Um félagið

Stjórnendafélag Norðurlands vestra er kraftmikið stéttarfélag sem stendur vörð um hagsmuni stjórnenda og einyrkja á Norðurlandi vestra og styður við fagmennsku og forystu í atvinnulífinu á svæðinu. Saga stéttarfélagsins nær allt aftur til ársins 1940 en það voru tíu verkstjórar, aðallega vegavinnuverkstjórar, úr Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu sem stofnuðu félagið og var það þá nefnt Verkstjórafélag Skagfirðinga og Austur-Húnavatnssýslu og hélt því nafni til 31. maí 1987 að núverandi nafn var tekið upp.

Stjórnendafélag Norðurlands vestra er fyrir fólk í stjórnendastöðum og sjálfstætt starfandi einstaklinga í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins. Við vinnum markvisst að því að efla færni, réttindi og áhrif félagsmanna með fræðslu, ráðgjöf og öflugri hagsmunagæslu.

  • checkmarkStuðlum að sterkari stöðu stjórnenda og einyrkja á vinnumarkaði.
  • checkmarkBjóðum félagsmönnum ráðgjöf, fræðslu og þjónustu sérsniðna að þeirra þörfum.
  • checkmarkVinnum að umbótum í starfsumhverfi stjórnenda og styðjum við faglega forystu.

Orlofshús um allt land

Félagsmenn hafa aðgang að

Manns icon

Launavernd

Félagsmenn okkar fá launavernd þegar þeir byrja að greiða til okkar. Það þýðir að verði félagsmaður fyrir vinnutapi tengdu sjúkdómum eða slysi á hann rétt á dagpeningagreiðslum úr sjúkrasjóði sem nemur 80% af meðaltalslaunum síðustu 12 mánaða (greiðum allt að 9 mánuði).

Manns icon

Menntastyrkir

Félagsmenn eiga rétt á menntastyrkjum úr menntasjóði fyrir starfstengt nám. Fyrirtæki geta einnig fengið niðurgreiðslu á námi tengdu starfi viðkomandi starfsmanns sem er greiðandi félagi hjá STF.

Manns icon

Heilsutengdir styrkir

Í boði eru ýmiskonar styrkir tengdir heilsu eins og kírópraktor, nuddi, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupum, fæðingastyrkir og fleira. Sjá nánar inn á mínum síðum.

Manns icon

Sjúkrasjóður

Sjúkrasjóður STF er vel rekinn og er gríðarsterkur. STF hefur ekki þurft að grípa til skerðinga á greiðslum eins og aðrir sjóðir. Sjúkrasjóðurinn á íbúð í Kópavogi sem er ætluð félagsmönnum sem þurfa að sækja sjúkrameðferð til Reykjavíkur. Hægt er að sækja ýmsa styrki vegna heilsubrests í sjúkrasjóð, þ.á.m heyrnartæki, augnaðgerðir, krabbameinsskoðanir og fleira. Sjá nánar inn á mínum síðum.